*

mánudagur, 10. desember 2018
Innlent 14. nóvember 2017 14:12

HÍ í 136. sæti í starfshæfni

Á lista Times Higher Eductation er Háskóli Íslands sagður í 136. sæti þegar kemur að starfshæfni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Háskóli Íslands er í 136. sæti á heimsvísu þegar kemur að starfshæfni (e. employability) nýútskrifaðra nemenda samkvæmt lista Times Higher Education yfir hvaða skólar útskrifa nemendur með mesta starfshæfni. Listinn er sagður endurspegla það hvaða skólar ráðningaráðgjafar og mannauðsstjórar telja besta í að undirbúa nemendur fyrir vinnumarkaðinn.

Í efsta sæti listans er California Institute of Technology en þar á eftir koma MIT í öðru sæti, Harvard í því þriðja, Cambridge í Bretlandi í því fjórða og í fimmta sæti er Stanford.

Ýmsir háskólar á Norðurlöndunum eru einnig á listanum þannig er Kaupmannahafnarháskóli efstur skóla á Norðurlöndunum í 51. sæti, háskólinn í Stokkhólmi er í 62. sæti, háskólinn í Helsinki er í 70. sæti, Tækniháskóli Danmerkur (DTU) er í 76. sæti Háskólinn í Lundi er í 78.-79. sæti en aðrir skólar á Norðurlöndunum raða sér neðar.