*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 5. júní 2018 16:09

Hljóta háa einkunn fyrir læsileika

Fundargerðir peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands hljóta háa einkunn í nýlegri rannsókn.

Ritstjórn
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fær hrós fyrir fundargerðir sínar.
Haraldur Guðjónsson

Í rannsókn sem nýlega var gerð, meðal annars í norska seðlabankanum, var lagt mat á rökstuðning peningastefnunefnda fyrir ákvörðunum í peningamálum. Fundargerðir peningastefnunefnda Seðlabanka Evrópu, Bretlands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Íslands voru skoðaðar. Einnig voru hæstaréttardómar nokkurra landa og stofnana skoðaðir, því höfundar rannsóknarinnar telja að þessir aðilar geti lært hver af öðrum hvernig best sé að koma skriflegum rökum fyrir ákvörðunum á framfæri við almenning. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Íslands.  

Rannsakendur telja að í lýðræðisríkjum þurfi stofnanir sem fara með vald á borð við ákvarðanir í peningamálum og æðsta dómsvald að geta gert almenningi skýra grein fyrir ákvörðunum sínum. 

Fundargerðir peninganefndar koma mjög vel út úr þessari rannsókn. Að mati höfunda væri æskilegt að Mannréttindadómstóll Evrópu kæmi í starfskynningu til peningastefnunefndarinnar til að fræðast um það hjá henni hvernig skrifa eigi knappar og auðskiljanlegar fundargerðir.