Hlutabréf í Evrópu náðu nýju tveggja ára lágmarki nú þegar lánveitendur eru víða í vanda, fjárfestar meta hagnaðarvæntingar sínar og lágt olíuverð hefur áhrif á olíuframleiðendur.

Fjárfestar fullir efasemda

Evrópska Stoxx Europe 600 hlutabréfavísitalan sem nær yfir stærsta hluta evrópska hlutabréfamarkaðarins lækkaði um 1,2% niður í 335,85 stig klukkan 10:21 á staðartíma í morgun á mörkuðum í London.

Hlutabréf lækkuðu í gær almennt á mörkuðum þar sem efasemdir fjárfesta náðu að skyggja á góðan árangur flestra banka álfunnar í álagsprófunum.

Commerzbank AG lækkaði mikið

Bankahluti vísitölunnar sýndi versta árangur allra 19 iðnaðarhópanna sem byggja upp vísitöluna í kjölfar þess að Commerzbank AG lækkaði tekjumarkmið ársins, en hlutabréf í bankanum hafa lækkað um 7,6% síðan.

„Það virðast ekki vera mikil trú á að bankar skili miklum hagnaði í þessu umhverfi lítils kostnaðar,“ segir Guillermo Hernandez Sampere, yfirmaður viðskipta hjá MPPM EK.

Of mikil olíuframleiðsla

„Olíuverð var eitt aðalatriðið á fyrsta ársfjórðungi, og það er það enn, en ástandið hefur ekkert breyst. Það er enn verið að framleiða of mikið meðal stærstu olíuframleiðslulandanna.“

Vísitalan hefur lækkað um 8,2% á árinu, og um 3% síðan áður en þjóðaratkvæðagreiðslan í Bretlandi afréð að landið skyldi ganga úr Evrópusambandinu.