*

fimmtudagur, 15. nóvember 2018
Erlent 30. mars 2018 12:01

H&M ekki gengið verr í yfir áratug

Rekstrarhagnaður H&M dróst saman um 62% og hefur ekki verið lægri í sextán ár.

Ingvar Haraldsson
Karl-Joh­an Pers­son, for­stjóri H&M-sam­stæðunn­ar var viðstaddur opnun H&M á Íslandi.
Eva Björk Ægisdóttir

H&M-samstæðan á við vanda að etja. Rekstrarhagnaður H&M dróst saman um 62% á síðasta ársfjórðungi og hefur ekki verið lægri í sextán ár. Hlutabréf í HM hafa lækkað um nær helming síðasta árið og hefur verð þeirra ekki verið lægra í áratug.

Óhagstætt veðurfar og rangt mat á hvaða vörur eigi að framleiða er sagt eiga stærstan þátt í því hve illa hefur gengið hjá H&M í vetur. Greinendur hafa áhyggjur af því hve hægt gangi hjá H&M að lækka birgðir félagsins. Vörubirgðir hækkuðu um 7% milli ára og námu 17,6% af sölu samstæðunnar á síðasta ársfjórð- ungi. Birgðirnar hafa hækkað á síðustu fjórum árum úr 180 milljörðum króna í 420 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.