Orkufyrirtækið HS Orka hefur flutt höfuðstöðvar sínar í Eldborg, sem stendur við hlið orkuvers fyrirtækisins í Svartsengi. Fyrirtækið var áður með höfuðstöðvar sínar að Brekkustíg í Reykjanesbæ þar sem það deildi húsnæði með HS Veitum.

Allt til ársins störfuðu þessi tvö fyrirtæki undir merkjum Hitaveitu Suðurnesja. Eldborg í Svartsengi var upphaflega þjónustu- og kynningarhús Hitaveitu Suðurnesja en Bláa lónið hefur séð um rekstur hússins síðustu ár og leigt út fyrir veislur og fundi.

„Nú eru flestir starfsmenn fyrirtækisins komnir á einn og sama staðinn, nær orkuverunum í Auðlindagarðinum – afleiddu starfseminni sem orðið hefur til í kringum orkuverin,“ er haft eftir Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra HS Orku, í tilkynningu.