*

fimmtudagur, 21. febrúar 2019
Innlent 16. janúar 2019 18:30

Hvalveiðar þjóðhagslega hagkvæmar

„Þegar allt er skoðað virðast hvalveiðar vera hluti af hagkvæmri nýtingu náttúruauðlinda landsmanna."

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Síðastliðið vor óskaði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eftir því við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að hún myndi meta þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Hagfræðistofnun hefur nú skilað skýrslu til ráðherra og er meginniðurstaða hennar að „Þegar allt er skoðað virðast hvalveiðar vera hluti af hagkvæmri nýtingu náttúruauðlinda landsmanna. Rök hníga til þess að hagkvæmt sé fyrir þjóðarhag að haldið verði áfram að veiða hvali.“

Hagfræðistofnun kynnti niðurstöður skýrslunnar fyrir ráðherra og hagsmunaaðilum á fundi í dag.

Við gerð skýrslunnar leit Hagfræðistofnun til fjölmargra þátta, s.s. afkomu og umsvifa af hvalveiðum og hvalaskoðun, áhrif hvalveiða á aðra nytjastofna og efnahagsleg áhrif m.a. á ferðaþjónustu og útflutningsgreinar.

Þetta er önnur skýrslan sem Hagfræðistofnun HÍ vinnur um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Sú fyrri kom út árið 2010 og voru niðurstöður hennar í öllum meginatriðum sambærilegar við niðurstöður nýútgefinnar skýrslu.

Nánar er fjallað um málið á Fiskifrettir.is