*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 15. janúar 2018 16:04

Hvert er hagkvæmasta greiðslukortið?

Aurbjörg birtir yfirlit yfir viðskiptakjör á debet- og kreditkortum hjá útgefendum þeirra hérlendis.

Ritstjórn
epa

Á vefsíðunni Aurbjörg hefur birt samanburð á viðskiptakjörum debet- og kreditkorta hjá útgefendum þeirra hérlendis.

Á kreditkortum er hægt að bera saman kortin eftir því hvert árgjaldið er, hvers konar ferðatryggingar eru á kortinu og hvort og hvort að þau veiti aðgang að betri stofu Icelandair. Þegar kemur að árgjaldi korts bjóða kortin frá Aur bestu kjörin en ekki þarf að greiða krónu í árgjaldi á korti Aurs. Þau eru hins vegar í neðsta sæti þegar kemur að ferðatryggingum en World Elite kort Arion banka býður bestu ferðatryggingarnar að mati Aurbjargar en það kort kostar 38.900 á ári. Þá veitir Platinum Icelandair kortið ódýrasta aðganginn að betri stofu Icelandair fyrir 32.500 á ári.

Debetkort má svo bera saman eftir fjölda frírra færslna, færslugjalds og árgjalds korts. Í flokki debetkorta má segja að Klassa kort Landsbankans sé ótvíræður sigurvegari að mati Aurbjargar því það hefur ótakmarkaðar fríar færslur og ekki er greitt neitt árgjald fyrir það. Einn hængur er á kortinu því það er aðeins í boði fyrir þá sem eru á aldrinum 9-15 ára.

Það kort sem býður flestar fríar færslur fyrir fólk á öllum aldri er Debetkort Íslandsbanka með Platinumvild. Það debetkort sem fullorðnir hafa kost á að nota og býður upp á ódýrustu færslugjöldin er debetkort Landsbankans en þar eru greiddar 17 krónur fyrir hverja færslu en það kort býður einnig upp á lægsta árgjaldið af þeim kortum sem fullorðnir hafa kost á að nota.