*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 15. mars 2009 15:04

Íhuga nafnbreytingu á Nýja-Kaupþingi

Ritstjórn

Nýi-Kaupþing banki ehf. hélt stefnumótunarfund meðal starfsmanna sina um helgina. Eftir því sem komist verður næst mætu 800 starfsmenn bankans víðs vegar af landinu.

Meðal þeirra tillagna sem komu fram á fundinum samkvæmt heimildum Viðskipablaðsins er að breyta nafni bankans.

Sem kunnugt er þá hefur talsvert af lykilmönnum bankans hætt undanfarnar vikur og hafa stöður nokkurra þeirra verið auglýstar lausar.

Í ársbyrjun 2004 fékk Kaupþing Búnaðarbanki nýtt nafn, KB banki. Í ársbyrjun 2007 var svo nafninu KB banki breytt í Kaupþing banki. Eftir fall bankans í haust fékk hann nafnið Nýi-Kaupþing banki sem nú verður hugsanlega breytt.

Ekki er langt síðan Glitnir tók aftur upp nafn Íslandsbanka.