Íslandsbanki hefur ákveðið að fella niður lántökugjald fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð en þetta er gert í tilefni af  aukinni sjálfvirknivæðingu lánaferla. Viðskiptavinir bankans geta nú sótt um greiðslumat á netinu með rafrænni undirskrift.

Segir bankinn að þessi kjarabót komi til viðbótar við lækkun á föstum verðtryggðum húsnæðislánavöxtum sem tóku gildi fyrr í mánuðinum.

Landsbankinn og Arion banki hafa áður boðið sambærilega niðurfellingu á lántökugjöldum við kaup á fyrstu eign.