Jón Ásgeir Jóhannesson segir í pistli á heimasíðu sinni sem birtist í dag að menn í æðstu embættum hér á landi axli aldrei
ábyrgð heldur sitji áratugum saman í sömu störfum. Vill hann að sett verði sú regla hér á landi að æðstu embættismenn sitji aðeins í átta ár, vegna smæðar landsins.

Í pistlinum leggur Jón Ásgeir út frá því sem hann kallar aðför að sér sem hafi hafist með innrás í Baug í ágúst 2002, en segir jafnframt að eftir sigur sinn í máli gegn íslenska ríkinu í byrjun sumars hafi honum nú borist bréf í lok ágúst þess efnis að ríkið muni una dómnum og hann stæði.

„Munu menn axla ábyrgð? Mun Hæstiréttur axla ábyrgð á því að hafa brotið mannréttindi?,“ spyr Jón Ásgeir.

„Á Íslandi er það stór galli á kerfinu að menn í æðstu embættum axla aldrei ábyrgð heldur sitja áratugum saman í sömu störfum. Vegna þess hversu lítið samfélagið er á Íslandi er enn meiri þörf en í mörgum öðrum löndum að taka upp þá reglu hér að æðstu embættismenn sitji aðeins í átta ár.

Það á að borga góð laun fyrir þessi störf svo öflugt fólk veljist í þau. Það er eina leiðin til að koma í veg fyrir að spilling og misnotkun valds grasseri í þjóðfélaginu. Aðförin gegn mér hófst með innrásinni í Baug í ágúst 2002 og hún hefur nú staðið í 15 ár.
Vonandi er dómur MDE lokahnykkurinn í aðförinni gegn mér því hún var að öllu leyti smituð af spillingu og misnotkun á valdi.“