*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 15. mars 2017 13:34

Kæra frávísun vegna fiskeldis

Landsamband veiðifélaga hafa kært til Ríkissaksóknara frávísun Lögreglunnar á Vestfjörðum á kæru þeirra á hendur fiskeldisfyrirtækjum.

Ritstjórn
Jens Einarsson

Landssamband veiðifélaga (LV) hefur kært frávísun Lögreglunnar á Vestfjörðum á kæru LV vegna sleppingar regnbogasilungs á Vestfjörðum til Ríkissaksóknara. Kæran laut að sleppingu á regnbogasilungi sem fundist hefur víða í ám um norðan- og vestanvert landið undanfarið ár.    

Telur landssambandið  að Matvælastofnun hafi ekki sérstakar valdheimildir til að rannsaka málið sem opinbert mál. Þá teljist það ekki skilyrði fyrir opinberri rannsókn að kæra hafi komið frá Matvælastofnun að því er segir í fréttatilkynningu landsambandsins. Er ákvörðun Lögreglunnar á Vestfjörðum frá 15. febrúar sl. um frávísun málsins því  kærð, sbr. 6. mgr. 52. gr. laga. 88/2008.

Þá vilja þeir vekja athygli Ríkissaksóknara á því að starfsemi Matvælastofnunar sætir nú úttekt í kjölfar harðrar gagnrýni á stofnunina um að sinna ekki ábyrgðarhlutverki sínu eins og upplýst var í fjölmiðlum.

Telur landssambandið að málið sé til marks um að stofnunin hafi ekki uppfyllt lögbundið eftirlitshlutverk sitt og því nauðsynlegt að opinber rannsókn fari fram á á öllum þáttum þess.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim