*

laugardagur, 19. janúar 2019
Erlent 10. desember 2013 19:25

Kaldasti staður á jörðinni

Suðurskautslandið er kaldasti staðurinn á jörðinni samkvæmt mælingum.

Ritstjórn

Kaldasti staður jarðar er Suðurskautslandið. Þar mældist 93,2 gráðu frost 10. ágúst 2010 samkvæmt tölum frá gervitungli. Fram að mælingunni í ágúst 2010 hafði metið verið 89,2 stiga frost sem mældist á rússnesku Vostok stöðinni 21. júlí 1983.

Ted Scambos hjá veðurathugunarstöðinni í Boulder Colorado segir erfitt að ímynda sér slíkt frost og til að setja frostið í samhengi þá er það fimmtíu gráðum kaldara en hitastigið í Alaska og Síberíu. BBC segir frá málinu á vefsíðu sinni hér. 

Stikkorð: Suðurskautið. Frost