*

föstudagur, 20. október 2017
Fólk 15. september 2012 13:05

Kominn með nokkrar tær aftur heim

Einn stærsti eigandi Cintamani fjárfesti nýverið í Andersen & Lauth. Hann starfar frá Þýskalandi þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

„Það er náttúrulega draumurinn að tengja það sem maður er að gera hérna úti einhvern veginn heim við Ísland,“ segir Kristinn Már Gunnarsson eigandi fyrirtækisins Arctic Group sem í síðustu viku tilkynnti um kaup á meirihluta í íslenska fyrirtækinu Andersen & Lauth. Sjálfur hefur Kristinn einnig fjárfest í fatamerkinu Cintamani hér á Íslandi.

En þó Kristinn Már sé með þessu kominn með nokkrar tær til Íslands fer því fjarri að starfsemi fyrirtækis hans sé flutt. Arctic Group miðar helst á fatamarkaðinn í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Kristinn hefur búið í Þýskalandi síðan hann fluttist þangað til náms og býr nú ásamt þýskri eiginkonu sinni og þremur börnum. 

„Ég á náttúrulega fullt af börnum,“ segir hann og hlær þegar blaðamaður hváir. „Eða réttara sagt þrjú börn. Það er reyndar ekki fullt á Íslandi en það telst mikið hér í Þýskalandi.“

Nánar er rætt við Kristinn Má Gunnarsson í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.