*

þriðjudagur, 26. mars 2019
Fólk 19. október 2018 18:02

Kristinn nýr fréttastjóri DV

Kristinn hóf störf sem blaðamaður hjá DV í júní árið 2017. Áður hafði hann meðal annars starfað fyrir Kjarnann frá árinu 2013.

Ritstjórn
Kristinn Haukur Guðnason hefur verið ráðinn fréttastjóri hjá DV.
Aðsend mynd

Kristinn Haukur Guðnason hefur verið ráðinn fréttastjóri hjá DV. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá DV.

Kristinn hóf störf sem blaðamaður hjá DV í júní árið 2017. Áður hafði hann meðal annars starfað fyrir Kjarnann frá árinu 2013. Kristinn mun hafa umsjón með helgarblaðinu ásamt Birni Þorfinnssyni. Kristinn er fæddur í Uppsölum í Svíþjóð árið 1980. Hann er með MA-gráðu í sagnfræði og hefur numið við Háskóla Íslands og Edinborgarháskóla.

„Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. Hér er samrýmdur, hugmyndaríkur og öflugur hópur starfsfólks sem hefur gert það að verkum að miðillinn er á mikilli uppleið. Það er spennandi að fá að taka þátt í að móta DV á komandi misserum enda erum við sífellt að auka fjölbreytni efnisins fyrir lesendur. Það er ákaflega gefandi að finna fyrir þessum mikla meðbyr og við ætlum að halda sókninni áfram," segir Kristinn. 

Stikkorð: DV