*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Erlent 7. ágúst 2018 13:13

Líran nær jafnvægi eftir sögulegt lágmark

Gengi tyrknesku lírunnar náði sögulegu lágmarki í gær þegar það lækkaði um 4,7% en hefur í dag náð ákveðnu jafnvægi.

Ritstjórn
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
european pressphoto agency

Gengi tyrknesku lírunnar náði sögulegu lágmarki í gær þegar það lækkaði um 4,7% en hefur í dag náð ákveðnu jafnvægi. Þetta kemur fram í frétt Financial Times

Við opnun markaða í London hækkaði líran um um 2,5% gagnvart bandaríkja dollara. Gjaldmiðillinn hefur lækkað um meira en fjórðung það sem af er þessu ári og um 5,4% frá byrjun ágúst. 

Dani Rodrik prófessor við Harvard háskóla tjáði sig um stöðu lírunnar á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann sagði að Tyrkland væri að ganga í gegnum sína fyrstu gjaldeyriskreppu síðan gjaldmiðill landsins var settur á flot. 

Stikkorð: Tyrkland Erdogan líran
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim