*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 25. júlí 2012 17:43

Marel skilar milljarði í hagnað á öðrum ársfjórðungi

Staðan á pantanabók fyrirtækisins betri en á sama tíma á síðasta ári.

Ritstjórn
Theo Hoen, forstjóri Marel.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hagnaður Marel eftir skatta nam 7 milljónum evra, um einum milljarði íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi ársins. Um er að ræða töluverða aukningu frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 200 þúsund evrum. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu félagsins.

Tekjur á 2. ársfjórðungi 2012 námu 186,5 milljónum evra, sem samsvarar 15,2% aukningu samanborið við sama tímabil árið 2011. Arðsemi eigin fjár nam 10,5% á ársfjórðungnum samanborið við 5,2% á öðrum ársfjórðungi 2011. Staða pantanabókar Marel nemur 182,6 milljónum evra í lok annars ársfjórðungs samanborið við 169 milljónir evra í lok annars ársfjórðungs 2011.

Þess má geta að kjarnastarfsemi Marel beinist að fjórum greinum matvælaiðnaðarins: Vinnslu á kjúklingi, fiski, kjöti og frekari vinnslu.

Stikkorð: Marel Uppgjör