*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Innlent 15. október 2012 18:40

Nubo telur að heimurinn viti af sér eftir tíu ár

Segist borga um 6 milljónir dollara fyrir landið á Grímsstöðum að fjöllum.

Ritstjórn
Axel Jón Fjeldsted

Hung Nubo segir í viðtali við kínverska fréttavefinn China Daily að, Zhongkun Investment Group,muni leigja 300 ferkílómetra af landi á Íslandi fyrir sex milljónir dollara. Hann segir heildarfjárfestingu um 100 milljónir dollara.

„Ég geri ekki ráð fyrir því að hagnast mikið á Íslandsverkefninu,“ segir hann meðal annars í viðtali við China Daily en þar segist hann einnig viss um að verkefnið muni bæta íslenska ferðaþjónustu. Þá segist hann vera að skipuleggja frekari viðskipti annars staðar á Norðurlöndunum. „Eftir tíu ár, þá mun heimurinn vita að maður frá Gulu ánni er í ferðaþjónustu um allan heim,“ segir Nubo enn fremur í frétt China Daily.