*

mánudagur, 25. mars 2019
Innlent 2. janúar 2009 22:50

Ný Úrvalsvísitala, OMXI6

Ritstjórn

Kauphöllin hefur hafið útreikninga á nýrri Úrvalsvísitölu, OMXI6, sem tekur við af OMXI15, að því er segir í tilkynningu.

Úrvalsvísitalan er nú sett saman af þeim 6 fyrirtækjum sem mest viðskipti eru með en alls eru 18 félög skráð í Kauphöllina. Í tilkynningunni er haft eftir Þórði Friðjónssyni forstjóra Kauphallarinnar að nýir tímar kalli á nýja vísitölu. „OMXI6 Úrvalsvísitalan miðar að því að búa í haginn fyrir endurreisn hlutabréfamarkaðarins á Íslandi,“ er haft eftir Þórði.

Vægi félaga ræðst af flotleiðréttu markaðsvirði og vísitalan verður reiknuð í krónum og evrum. Útreikningar hófust í dag og upphafsgildið var 1000 stig.

Össur vegur þyngst í vísitölunni, rúm 26%, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu.