*

laugardagur, 25. maí 2019
Fólk 7. desember 2018 09:44

Nýr framkvæmdastjóri til Origo

Örn Þór Alfreðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaframtíðar Origo.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Örn Þór Alfreðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaframtíðar Origo og tekur til starfa á næstu dögum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Origo.

Örn er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er með víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri i upplýsingatækni. Hann starfaði lengi sem framkvæmdastjóri hjá EJS og síðar hjá Advania þar sem hann var ábyrgur fyrir sölu og samræmingu markaðsmála fyrirtækisins. Nú síðast starfaði Örn Þór sem framkvæmdastjóri Glerverksmiðjunnar Samverk.  Örn situr einnig í stjórn rekstrarfélagsins Virðingar.

Helstu verkefni sviðsins lúta að viðskiptastýringu,  sölu- og markaðsmálum ásamt því að samræma og tryggja gæði þjónustuupplifunar viðskiptavina félagsins.  Markmið Origo er að veita ávallt afburðar þjónustu og vera leiðandi sem samstarfsaðili fyrirtækja um tæknibúnað, hugbúnaðarlausnir, þjónustu og ráðgjöf á sviði upplýsingatækni. 

 "Það er okkur mikill fengur að fá Örn til liðs við Origo teymið.  Hann hefur starfað í upplýsingatækni um langt skeið, skilað eftirtektarverðum árangri og átt sérlega gott samstarf við viðskiptavini, sérstaklega í tengslum við umfangsmeiri verkefni.  Það hefur gengið vel hjá Origo að undanförnu, við höfum styrkt og víkkað út þjónustuframboð okkar fyrir núverandi og nýja viðskiptavini.  Það eru því bæði áhugaverð og krefjandi verkefni framundan, sérstaklega í ljósi örra tæknibreytinga og tækifæra sem þær skapa fyrir atvinnulíf í umbreytingarfasa.  Þekking Arnar á því hvernig fyrirtæki geta nýtt verkfæri upplýsingatækni til að gera betur og skapa sér forskot, er mikils virði fyrir okkar viðskiptavini og þess vegna einnig fyrir Origo." segir Finnur Oddsson, forstjóri Origo. 

Stikkorð: Origo
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim