Björgúlfur EA, nýr ísfiskstogari Samherja, var sjósettur í Cemran skipasmíðastöðinni í Tyrklandi um helgina. Hann er einn fjögurra togara sem smíðaðir eru eftir sömu teikningu fyrir íslenskar útgerðir í stöðinni. Greint er frá þessu á vefsíðu Fiskifrétta .

Samherji fær annað skip til viðbótar þessu, FISK Seafood fær eitt og Útgerðarfélag Akureyringa eitt. Hið síðastnefnda er Kaldbakur EA sem sjósettur var í sumar og væntanlegur er heim fyrir jól. Við hönnun skipanna var lögð sérstök áhersla á orkusparnað.