*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 13. september 2012 14:25

Önnur Hollywoodmynd væntanleg til Íslands

Tveimur milljörðum króna hefur verið varið við framleiðslu kvikmynda á Íslandi. Enn önnur stórmyndin er væntanleg.

Ritstjórn
Hleð spilara...

Ísland hefur smám saman orðið samkeppnishæfara í að laða hingað til lands framleiðendur erlendra stórmynda. Ísland verður í að minnsta kosti fimm Hollywoodmyndum á næsta ári en íslenska ríkið endurgreiðir 20% þess framleiðslukostnaðar kvikmynda sem verður til hér á landi. Miðað við endurgreiðslur fyrstu sex mánuða ársins hefur tveimur milljörðum króna verið varið til framleiðslu kvikmynda á tímabilinu og eru stórmyndir sumarsins enn ekki komnar inn í þá tölu. 

Einar Hansen Tómasson hjá Íslandsstofu ræddi við Viðskiptablaðið um markaðsaðferðir Íslands vestanhafs og væntanleg verkefni.

Nánar er rætt við Einar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan. 

Stikkorð: Íslandsstofa