Forstjórar fjármálafyrirtækja fengu á bilinu 17,5-25 milljónir króna í laun og fríðindi á síðasta ári. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, var með tæpar 25 milljónir króna í laun og hlunnindi og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fékk 24 milljónir króna.

Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka, var með 21 milljón en Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans fékk 17,5 milljónir. Þær stöllur, Halla Tómasdóttir og Kristín Pétursdóttir, sem fara fyrir Auði Capital, fengu hvor um sig tæpar 18 milljónir. Heildargreiðslur til fimm bankastjóra Seðlabankans á síðasta ári námu um 81 milljón króna, þar af fékk Eiríkur Guðnason 23, milljónir í árslaun.