*

þriðjudagur, 18. desember 2018
Innlent 15. apríl 2018 17:16

Óvissa hjá Elkem vegna tollastríðs

Forstjóri Elkem á Íslandi segir óljóst hvort tollar Bandaríkjastjórnar muni hafa áhrif á fyrirtækið.

Ingvar Haraldsson
Gestur Pétursson, forstjóri Elkem á Íslandi.
Haraldur Guðjónsson

Gestur Pétursson, forstjóri Elkem á Íslandi sem framleiðir kísilmálm á Grundartanga, segir óljóst hvort tollar Bandaríkjastjórnar muni hafa áhrif á fyrirtækið. Hann segir ekkert, að svo stöddu, benda til þess en hins vegar væri óvarlegt að áætla að þeir muni engin áhrif hafa.

Norska móðurfélagið Elkem var skráð á hlutabréfamarkað í Noregi í mars. Helge Aasen, forstjóri Elkem, sagði við það tilefni að stjórnvöld í Kanada og Bandaríkjunum hafi sakað fyrirtækið um að flytja inn niðurgreiddan kísilmálm til landanna. Aasen sagði stjórnvöld í Kanada hafa ákveðið að leggja enga tolla á fyrirtækið og svara sé beðið í Bandaríkjunum og að ef af verði, muni tollar Bandaríkjastjórnar nema 3,2% á kísilmálma.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Donald Trump Elkem