*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 23. janúar 2016 15:10

Ráðherra ítrekar að byggt verði við Hringbraut

Kristján Þór Júlíusson telur að skynsamlegast sé að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en ekki í Elliðavogi eða Fossvogi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

 Á fundi Félags atvinnurekenda um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut ítrekaði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra þá skoðun sína að byggja eigi spítalann við Hringbraut.

Samtök um betri spítala á betri stað hafa bent á að hagkvæmara sé að byggja annars staðar, eins og til dæmis við Elliðavog eða í Fossvogi.

„Marg­ ítrekuð skoðun málsins, umfjöllun fagaðila, endurmat á faglegum niðurstöðum og umfjöllun Alþingis hefur alltaf leitt okkur að sömu niðurstöðu sem felur í sér uppbyggingu við Hringbraut,“ sagði Kristján Þór meðal annars á fundinum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim