Rakel Dögg Bragadóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Tjarnargatan. Rakel hefur starfað í sölumálum hjá fyrirtækinu í yfir tvö ár en snýr nú til baka eftir fæðingarorlof og tekur við stöðu rekstrarstjóra.

Rakel er þrítugur hagfræðingur frá Háskóla Íslands og leggur nú lokahönd á MS gráðu í markaðs- og alþjóðafræðum við sama skóla. Rakel er fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik.

,,Ég er virkilega ánægð með nýja stöðu innan fyrirtækisins og er spennt að takast á við nýtt hlutverk. Tjarnargatan er öflugt fyrirtæki í mikilli sókn og ég er gríðarlega ánægð að taka þátt í þeirri þróun,” er haft eftir Rakeli í fréttatilkynningu.