*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Erlent 18. júní 2018 19:03

Ryanair vill minnka drykkju

Drykkjulæti farþega í flugvél félagsins urðu til þess að fyrirtækið vill takmarka áfengisneyslu flugfarþega á flugvöllum.

Ritstjórn
epa

Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur kallað eftir hertari reglum vegna áfengisneyslu og sölu áfengis á flugvöllum. Þetta kemur fram á vef BBC.

Flugfélagið lagði þetta til eftir að það þurfti að lenda vél félagsins í París vegna drykkjuláta þriggja farþega, en vélin var á leið frá Dublin til Ibiza.

Lagt er til af forráðamönnum Ryanair að hver farþegi geti aðeins fengið sér tvo áfenga drykki á mann á flugvellinum, auk þess sem að áfengissala yrði bönnuð á flugvöllum fyrir kl. 10 á morgnana.

Að mati félagsins er það ósanngjarnt að flugvellir geti grætt á ótakmarkaðri sölu á áfengi og látið flugfélögin sitja eftir í súpunni þegar kemur að því að halda uppi öryggi um borð.

Stikkorð: Ryanair flug
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim