*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 3. október 2017 08:58

Sækja suður til að jafna út sveiflur

Sælkerabúð ferðaþjónustufyrirtækisins Fisherman á Suðureyri hefur opnað við hlið Ísbúðar Vesturbæjar.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Elías Guðmundsson, annar eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Fisherman á Suðureyri, sem opnaði í dag sælkerabúð með fisk í vesturbæ Reykjavíkur, segir tilganginn vera að jafna sveiflur í rekstrinum.  „[H]ann getur verið nokkuð árstíðabundinn fyrir vestan,“ segir Elías í samtali við Morgunblaðið. „Það snýst allt um fisk hjá okkur.“

Sælkerabúðin, sem selur fisk, meðlæti og sósu, hvort tveggja til að borða á staðnum og til að taka með, er til húsa á Hagamel 67, þar sem bókabúðin Úlfarsfell var áður, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá á sínum tíma er húsnæðið við hlið Ísbúðar vesturbæjar sem margir þekkja. 

Þar verður jafnframt boðið upp á ýmsa sérrétti eins og plokkfisksamloku, smjörsteiktar gellur og djúpsteiktan fisk og franskar.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um er fyrirtækið starfrækt á Suðureyri, þar sem það hefur vaxið úr því að vera lítið gistiheimili í að vera einn vinsælasti áfangastaðurinn á Vestfjörðum þar sem boðið er upp á sælkeraferðir um bæinn og náttúrufegurðina í kring, auk þess að selja sælkeravörur undir eigin merkjum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim