*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 17. október 2014 11:27

Segir tæknirisa torvelda rannsóknir

Yfirmaður FBI segir dulkóðun í nýjum símum Apple og Google eyðileggja fyrir lögregluyfirvöldum.

Ritstjórn

James Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), sagði í ræðu sem hann flutti í gær að dulkóðun í nýjum snjallsímum frá Apple og Google eyðileggi rannsóknir lögreglu á morðmálum og fleiri málum.

Sagði Comey að nýju símarnir, sem takmarka aðgang fyrirtækjanna sjálfra að upplýsingum um notendur þeirra, geri það að verkum að „svarthol“ myndist í rannsóknum sakamála. Starfsmönnum FBI hefur áður verið mögulegt að fá aðgang að upplýsingum úr farsímum með dómsúrskurði sem neyðir fyrirtækin til að láta af hendi upplýsingarnar. Nú þegar fyrirtækin sjálf hafa upplýsingarnar ekki undir höndum mun það reynast mun erfiðara.

Sagði hann jafnframt að nú þegar hefðu lögreglumenn rekist á hindranir vegna þessa, þar sem sönnunargögn sætu óhreyfð í símum og fartölvum og engin leið væri að nálgast þau. Nefndi hann þó engin sérstök dæmi þar um. 

„Ef þetta ástand verður viðvarandi vil ég benda ykkur á að rannsókn morðmála gæti tafist, sakborningum verður sleppt og barnamisnotkunarmál verða hvorki upplýst né fara þau fyrir dómstóla,“ sagði Comey.

Stikkorð: Apple Google FBI James Comey
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim