Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það útúrsnúning pólitískra andstæðinga að Vinstri græn hafi lofað að hækka skatta að því er fram kemur í Kjarnanum . [Þ]að var snúið út úr þessu með ýmsum hætti,“ segir Katrín en fyrir kosningar kom hún meðal annars í viðtali við Viðskiptablaðið .

„Við sögðum það alveg klárt að við ætluðum ekki að hækka skatta á almenning í landinu, eða almennt launafólk. Og við vildum setja skattkerfisbreytingar á borðið í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins, þ.e.a.s. verkalýðshreyfinguna og Samtök Atvinnulífsins.“

Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hyggst hækka fjármagnstekjuskatt upp í 22%, en á sama tíma er í skoðun að skatturinn leggist á raunávöxtun en ekki nafnávöxtun sem og auka möguleika á ákveðnum frádrætti frá skattstofninum.

„Stóra markmiðið að mínu viti er að horfa til þess að þær breytingar sem verði gerðar á skattkerfinu eigi að skila sér í einhverskonar réttlátara skattkerfi. Hækkun fjármagnstekjuskatti er liður í því.“