*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Erlent 31. júlí 2017 12:22

Segja Apple styðja ritskoðun

Apple hefur fjarlægt úr vefverslun sinni forrit sem leyfa kínverskum notendum að komast framhjá ritskoðun landsins. Rússar banna sams konar forrit.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Apple hefur fjarlægt úr vefverslun sinni í Kína smáforrit sem gera notendum kleyft að komast fram hjá ritskoðun kínverskra stjórnvalda. Er um að ræða svokölluð VPN smáforrit, sem gera notendum til að mynda kleyft að staðsetja sig í öðrum löndum, og þar með ekki lengur háð reglum kínverskra stjórnvalda um hvaða forrit, leitarsíður eða annað þeir megi nota.

Sagði fyrirtækið ExpressVPN, sem var tilkynnt um ákvörðun Apple að það væri miður sín yfir að Apple hefði tekið afstöðu með ritskoðun að því er FT segir frá. Á sama tíma hefur Vladimir Putin Rússlandsforseti samþykkt lög sem banna þessa gerð af forritum sem geri fólki kleyft að komast fram hjá takmörkunum á hvaða síður hægt sé að heimsækja. Lögin taka gildi 1. nóvember.

Ákvörðunin kemur á svipuðum tíma og Apple opnaði iCloud gagnaver í landinu vegna krafna kínverskra stjórnvalda um að gögn kínverskra notenda yrðu hýst innanlands. Á sama tíma hefur Apple sagt styðja friðhelgi einkalífsins, jafnvel hindrað yfirvöld í Bandaríkjunum um aðgang að símum þeirra sem stóðu að fjöldamorðunum í San Bernando árið 2015.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim