Ríkið mun leggja 667,6 milljónir króna til tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á næsta ári, samkvæmt fjárlögum næsta árs sem kynnt voru í dag. Þetta er 86,4 milljóna króna hækkun á milli ára

Í fjárlögunum segir að hækkunin sé vegna samkomulags sem fjármálaráðuneytið og Reykjavíkurborg undirrituðu 6. mars síðastliðinn en það fól í sér að ríkissjóður og Reykjavíkurborg munu leggja Hörpu til sérstök árleg framlög upp á 160 milljónir króna í allt að fjögur ár eða fyrir árin 2013 til 2016.

Greiðslan er mánaðarlegt framlag til Hörpur og tekur hún breytingum miðað við vísitölu neysluverðs í desember 2012. Framlag ríkissjóðs er 54% eða 86,4%. Á móti nemur hlutur borgarinnar 73,6 milljónum króna.