Viðskiptablaðið aflaði upplýsinga hjá sveitarfélögunum á höfuð­ borgarsvæðinu um greiðslur frá líkamsræktarstöðvum vegna leigu á aðstöðu og aðgangs viðskiptavina að sundlaugum sveitarfélaganna.

Fimm sveitarfélög af sex veittu þessar tölur. Upplýsingar frá Reykjavík, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi miðuðust við síðasta ár, en upplýsingar frá Hafnarfirði og Garðabæ náðu til ársins 2014. Greiðslur til þessara fimm sveitarfélaga vegna leigu á aðstöðu til líkamsræktarstöðva og aðgangs að sundlaugum námu um 110 milljónum króna á ársgrundvelli.

Mosfellsbær fékk um 37 milljónir króna, Hafnarfjörður 27 milljónir og Reykjavík 24 milljónir. Seltjarnarnes fékk 20 milljónir og Garðabær fékk 3 milljónir. World Class er það fyrirtæki sem greiddi mest, eða um 75 milljónir króna á síðasta ári. Kópavogsbær vildi ekki veita umbeðnar upplýsingar vegna útboðsins sem nú er í gangi. „Á meðan það stendur yfir getum við ekki veitt þessar upplýsingar enda myndi það mögulega raska hagsmunum útboðsins,“ segir í skriflegu svari bæjarins við fyrirspurn Viðskiptablaðsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .