*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 1. september 2018 18:01

Taprekstur hjá Controlant

Nýsköpunarfyrirtækið Controlant tapaði 324 milljónum króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 290,2 milljóna króna tap árið áður.

Ritstjórn
Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant.
Aðsend mynd

Nýsköpunarfyrirtækið Controlant, sem þróar svokallaðar skýjalausnir og vélbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að minnka sóun og koma í veg fyrir skemmdir á viðkvæmum vörum í allri virðiskeðjunni, tapaði 324 milljónum króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 290,2 milljóna króna tap árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 165,2 milljónum króna samanborið við 186,5 milljónir króna árið á undan. Rekstrartap nam 284,3 milljónum í fyrra. Eignir námu rúmlega 288 milljónum króna um síðustu áramót og eigið fé félagsins var 62,4 milljónir.

Launagreiðslur til starfsmanna námu 226,4 milljónum króna, en meðaltali störfuðu 25 starfsmenn hjá félaginu á síðasta ári. Frumtak slhf. og Frumtak 2 slhf. eru stærstu hluthafar félagsins, en þessi tvö félög eiga samtals rétt rúmlega 52% hlut í Controlant. Gísli Herjólfsson er forstjóri Controlant, en hann á einnig 8% hlut í félaginu.

Stikkorð: Controlant
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim