*

þriðjudagur, 26. mars 2019
Innlent 30. október 2016 14:38

Þessi taka sæti á Alþingi

Hér er hægt að sjá lista yfir þá þingmenn sem taka sæti nú að kosningum loknum.

Pétur Gunnarsson
Haraldur Guðjónsson

Að loknum kosningum er ljóst að það verður talsverð endurnýjun af þingmönnum. Nýir og nýlegir flokkar ná býsna góðu kjöri og þá má helst nefna Viðreisn, sem eru að bjóða fram í fyrsta sinn og hlutu 11,6% kosningu og 7 þingmenn. Viðreisn bætir því við sig 7 þingmönnum. Píratar, sem hlutu 5,1% kosningu í alþingiskosningum 2013, og 3 þingmenn, hljóta nú 14,5% kosningu og 10 þingmenn og bæta því við sig 7 þingmönnum. 

Rótgrónari flokkar á borð við Sjálfstæðisflokkinn bæta einnig við sig. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut eins og þekkt er afburðakosningu, 29%, og 21 þingmann kjörinn. Árið 2013 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 26,7% atkvæða og fengu 19 þingmenn kjörna og bæta því við sig 2 mönnum. Vinstrihreyfingin — grænt framboð bætir einnig við sig talsverðu fylgi. Eftir að talið var úr kjörkössunum þá var ljóst að Vinstri græn væru næststærsti flokkur landsins á þingi með 15,9% fylgi og 10 þingmenn líkt og Píratar, samanborið við 10,9% kosningu árið 2013. 

Þessi verða á þingi

63 þingmenn taka nú sæti á Alþingi, eins og venja er — en stór nöfn á borð við Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Árni Páll Árnason, fyrrum formaður Samfylkingarinnar og Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar, taka ekki sæti á þingi. Hér má sjá útlistun yfir þá sem verða þingmenn nú að loknum kosningum:

Norðvesturkjördæmi (8 þingmenn); Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðsflokkurinn, Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokkurinn, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri græn, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokkurinn, Eva Pandóra Baldursdóttir, Pírötum, Elsa Lára Arnardóttir, Samfylkingunni, Teitur Björn Einarsson, Sjálfstæðisflokkurinn og að lokum Guðjón S. Brjánsson, Samfylkingunni.

Norðausturkjördæmi (10 þingmenn); Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokki, Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri-grænum, Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki, Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri-grænum, Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Pírötun, Valgerður Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Logi Már Einarsson, Samfylkingunni, Benedikt Jóhannesson og Benedikt Jóhanesson, Viðreisn.

Suðurkjördæmi (10 þingmenn); Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki, Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki, Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki, Smári McCarthy, Pírötum, Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki, Ari Trausti Guðmundsson, Vinstri-grænum, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki, Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Jóna Sólveig Elínardóttir, Viðreisn og að lokum Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu.

Suðvesturkjördæmi (13 þingmenn); Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Jón Þór Ólafsson, Pírötum, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri-grænum, Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, Óttar Proppé, Bjartri framtíð, Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki, Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokki, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, Vilhjálmur Bjarnason, Sjálfstæðisflokki, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Bjartri framtíð og að lokum Jón Steindót Valdimarsson, VIðreisn.

Reykjavíkurkjördæmi suður (11 þingmenn); Ólöf Nordal, Sjálfstæðisflokki, Svandís Svavarsdóttir, Vinstri-grænum, Ásta Guðrún Helgadóttir, Pírötum, Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokki, Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Vinstri-grænum, Gunnar Hrafn Jónsson, Pírötum, Sigríður Á. Andersen Sjálfstæðisflokki, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Framsókn, Nichole Leigh Mosty, Bjartri framtíð og að lokum Pawel Bartoszek, Viðreisn.

Reykjavíkurkjördæmi norður (11 þingmenn); Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Katrín Jakobsdóttir, Vinstri-grænum, Birgitta Jónsdóttir, Pírötum, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Þorsteinn Víglundsson, Viðreisn, Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstri-grænum, Björn Leví Gunnarsson, Pírötum, Birgir Ármansson, Sjálfstæðisflokknum, Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, Andrés Ingi Jónsson, Vinstri-grænum og að lokum Halldóra Mogensen, Pírötum.

Stikkorð: Alþingiskosningar 2016