Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í ágúst 2016 var 624. Heildarvelta nam 27 milljörðum króna. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands .

Þegar ágúst er borinn saman við júli fækkar kaupsamningum um 1,1% og velta eykst um 0,6%. Í júlí 2016 var 631 kaupsamningi þinglýst og velta nam 26,8 milljörðum.  Þá var meðalupphæð á hvern kaupsamning 42,5 milljónir króna.

Meðalupphæð á hvern kaupsamning var 43,2 milljónir króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 17,1 milljarði, viðskipti með eignir í sérbýli námu 8,2 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 1,6 milljörðum.

Þegar ágúst 2016 er borinn saman við ágúst á síðasta ári þá fækkar kaupsamningum um 20% og velta minnkar um 6,9%.

Þjóðskrá vekur athygli á því að meðalupphæð kaupsamnings er ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun.