Formaður Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, efur verið sagt að flokkurinn muni fá þrefalt högg í næstu sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í maí næstkomandi.

Talið er að flokkurinn muni tapa um það bil 200 sveitarstjórnarsætum í Englandi, tapa meirihlutanum í Wales og öllum sætum í Skotlandi. Ummæli Corbyn koma á sama tíma og hann hefur verið gagnrýndur fyrir stjórn sýna á flokknum. Gagnrýnendur hans hafa sagt að „brjálæðingar lengst til vinstri hafi nú lyklana að hælinu."

Ef ummæli Corbyn reynast sönn þá eru niðurstöðurnar mikið áfall fyrir Verkamannaflokkinn, en niðurstöður síðustu kosninga voru honum mjög í hag. Þá bætti flokkurinn við sig fjölda sæta og náði meðal annars hreinum meirihluta í Wales.