*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 10. maí 2018 11:04

Þurfa að borga fullt verð fyrir Arctic

Kaupendur Arctic Adventures árið 2015 fá ekki afslátt af kaupverði samkvæmt dómi Hæstaréttar.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Kaupendur Arctic Adventures árið 2015 fá ekki afslátt af kaupverði samkvæmt nýföllnum dómi Hæstaréttar Íslands.

Félögin JTG og Bakkagarðs keyptu þá 25% hlut í Straumhvarfi, móðurfélagið Artcic Adventures af félaginu Sumardal, í eigu Torfa G. Yngvasonar, fyrir 87,5 milljónir króna.

JTG er í eigu Jóns Þórs Gunnarssonar, fyrrverandi forstöðumanns á fyrirtækjasviði Landsbankans en Bakkagranda í eigu Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP Banka.

Kaupendurna töldu Torfa ekki hafa gefið réttar upplýsingar um stöðu Arctic Adventures. Þeir hafi ekki verið upplýstir um stöðu Íslenskra ævintýra sem urðu gjaldþrota eftir viðskiptin. Straumhvarf átti 30% hlut í Íslensk ævintýrum og var félagið með stærri viðskiptavinum Straumhvarfs. Þá hafi samningur um aðgang að kerfi Bókunar verið mun dýrari en Torfi hafi fullyrt.

Því hafi rekstrarhagnaður Straumhvarfs verið 89 milljónir króna en ekki 98 milljónir króna líkt og kaupverðið byggðist á. Veltufé umfram skuldir hafi numið 170 milljónum krónum en ekki 148 milljónum króna. Því ætti kaupverðið að lækka um 16 milljónir króna.

Ekki var fallist á þennan málatilbúnað þar sem rík rannsóknarskylda væri á kaupendunum. Styrmir og Jón Þór hefðu áralanga reynslu af verðmati og greiningum fyrirtækja. Þá hefðu þeir fengið Ernst & Young til að aðstoða sig við að fara yfir rekstur Straumhvarfs.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim