Traust almennings hefur ekki verið hærra frá því að mælingar hófust árið 2010. Þetta kemur fram í nýrri viðhorfskönnun sem unnin var af Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands. Þar kemur fram að fjórir af hverjum fimm einstaklingum bera traust til eigin vinnuveitenda.

Í kjölfar efnahagshrunsins þá snarlækkaði traust almennings til hinna ýmsu aðila. Íslensk fyrirtæki voru ekki undanskilin og árið 2012 báru einungis 37% traust til fyrirtækja hér á landi. Staða þeirra í augum almennings hefur batnað talsvert og stendur nú traust almennings til fyrirtækjum í 58%.

Fjórir af hverjum fimm treysta vinnuveitenda

Þegar litið er til traust til vinnuveitenda er sama upp á teningnum. Þar fór hlutfallið neðst niður í 69% árið 2014. Síðan þá hefur hlutfallið hækkað upp í 80%. Þetta þýðir að fjórir af hverjum fimm einstaklingum bera traust til eigin vinnuveitenda í dag. Þetta hlutfall hefur ekki verið hærra síðan 2010, en þá mældist það 81%.

Íslensk fyrirtæki í fimmta sæti yfir aðila sem borið er mest traust til

Ef borið er traust til vinnuveitenda við aðra aðila, þá er það einungis Landhelgisgæslan sem nýtur meiri traust almennings, en um 92% bera traust til hennar. 74% bera traust til lögreglunnar. Íslensk fyrirtæki eru í fimmta sæti af átján yfir þá aðila sem almenningur ber mest traust til.

Í frétt á vefsíðu Viðskiptaráðs , er imprað á því hversu mikilvægt traust til fyrirtækja er fyrir verðmætasköpun og betri lífskjör. Þar er sagt að íslensk fyrirtæki beri mikla ábyrgð í þeim eflum og geta gert ýmislegt til að efla traust. Í því samhengi er bent á virka upplýsingalöggjöf, ábyrga hegðun gagnvart samfélaginu og uppbyggilegt samtal við helstu hagaðila.