*

laugardagur, 20. október 2018
Erlent 12. janúar 2018 11:26

Trump aflýsir ferð til Bretlands

Forsetinn kennir fyrirrennara sínum um að hann hafi hætt við ferðina.

Ritstjórn
epa

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt um að hætt hafi verið við opinbera heimsókn hans til Bretlands. The Wall Street Journal greinir frá og segir það til marks um titring í samskiptum Breta og Bandaríkjanna.

Á Twitter sagði Trump ástæðuna fyrir því að hætt hefði verið við heimsóknina þá að ríkisstjórn Barack Obama hefði selt sendiráð Bandaríkjanna fyrir lítið sem ekkert og byggt nýtt fyrir 1,2 milljarð dala á slæmri staðsetningu. Hann hafi ekki viljað klippa á borðann.

Kuldinn í samskiptum landanna þykir einnig óþægilegur fyrir Theresu May, forsætisráðherra, en ríkisstjórn hennar hefur sóst eftir stuðningi frá Trump í samningaviðræðum um Brexit en hann er einnig af fáum þjóðarleiðtogum sem studdu Brexit