*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 26. febrúar 2018 08:58

United Airlines flýgur til New York

Flogið verður á milli Newark flugvallar og Keflavíkur í sumar á vegum stærsta flugfélags Bandaríkjanna.

Ritstjórn

Bandaríska flugfélagið United Airlines bætist í hóp íslensku flugfélaganna Icelandair og Wow air í að bjóða upp á flug milli New York borgar og Keflavíkur í vor. Flugið sem hefst 23. maí næstkomandi að því er mbl segir frá mun fljúga til Newark flugvallar, en um er að ræða sumarflug sem verður í boði til 4. október.

Flugið verður um miðjan dag sem er á öðrum tíma en íslensku flugfélögin fljúga, sem fljúga ýmist eldsnemma möorguns eða síðdegis til borgarinnar. Verður brottför frá Keflavík klukkan 11:55 og lending í Newark klukkan 14:05.

Sölustjóri United Airlines fyrir Bretland, Írland og Ísland segir flugið meðal annars geta hentað vel þeim sem ferðast í viðskiptaerindum því boðið er upp á Polaris viðskiptafarrými. Í þeim er hægt að leggja sætin flöt, en flogið er með Boeing 757-200 vélum.

Stikkorð: New York United Airlines Keflavík Newark
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim