*

mánudagur, 18. mars 2019
Innlent 14. mars 2019 16:58

Verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur

Bjarni Benediktsson segir að tímabundin skipun Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur sé hugsuð til nokurra vikna.

Ritstjórn
Ríkisstjórnin eftir brotthvarf Sigríðar Andersen.
Haraldur Guðjónsson

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, segir að tímabundin skipun Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur sem dómsmálaráðherra sé hugsuð til nokurra vikna. Þetta sagði Bjarni er hann mætti til fundar ríkisráðs á Bessastöðum sem fór fram rétt áðan. Vísir greinir frá.

Þórdís Kolbrún kvaðst svo í samtali við fréttamenn vel treysta sér til að sinna ráðuneytunum tveimur, þ.e. dómsmálaráðuneytinu og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Hún tók það þó fram að hún liti á þetta sem tímabundna lausn og að hún liti ekki á dómsmálaráðuneytið sem sítt framtíðarráðuneyti. Þá sagði hún það sína skoðun að gera ætti tilraun til að skjóta dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) til yfirdeildar MDE.