*

laugardagur, 25. maí 2019
Innlent 14. mars 2019 16:58

Verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur

Bjarni Benediktsson segir að tímabundin skipun Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur sé hugsuð til nokurra vikna.

Ritstjórn
Ríkisstjórnin eftir brotthvarf Sigríðar Andersen.
Haraldur Guðjónsson

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, segir að tímabundin skipun Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur sem dómsmálaráðherra sé hugsuð til nokurra vikna. Þetta sagði Bjarni er hann mætti til fundar ríkisráðs á Bessastöðum sem fór fram rétt áðan. Vísir greinir frá.

Þórdís Kolbrún kvaðst svo í samtali við fréttamenn vel treysta sér til að sinna ráðuneytunum tveimur, þ.e. dómsmálaráðuneytinu og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Hún tók það þó fram að hún liti á þetta sem tímabundna lausn og að hún liti ekki á dómsmálaráðuneytið sem sítt framtíðarráðuneyti. Þá sagði hún það sína skoðun að gera ætti tilraun til að skjóta dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) til yfirdeildar MDE.  

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim