Trump stjórnin hefur sóst eftir því að aðrir meðlimir Nato auki útgjöld sín til varnarmála.

Utanríkisráðherra Þýskalands, Sigmar Gabriel, segir það þó frekar ólíklegt að Þýskaland muni verja 2% af vergri landsframleiðslu sinni í varnarmál.

Jens Stoltenberg, er hlynntur tillögum Bandaríkjanna í þessum málum og telur það eðlilegt að aðildarþjóðir greiði jafnt hlutfall.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, krefst þess einnig að aðildarríki komi með skýrar hugmyndir um hvernig þau geti aukið útgjöld til varnarmála og náð 2% markmiðinu.

Samkvæmt ársskýrslu Nato, greiddu aðeins 5 ríki 2% af vergri landsframleiðslu sinni til Nato. Umrædd ríki voru Bandaríkin, Bretland, Grikkland, Pólland og Eistland.

Þjóðverjar hafa aðeins nýtt 1,2% af VLF í varnarmál.