Þingflokkarnir og Birgitta segja í sameiginlegri fréttatilkynningu að þeir hyggist leggja til breytingu á fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár þess efnis að sykurskatturinn svonefndi verði ekki lagður af. Þess í stað verði nafni hans breytt í „sykurgjald“ sem verði varið í uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu.

Í tilkynningunni er áætlað að gjaldið séu um 3 milljarðar króna árlega sem eigi helst að renna til Landspítala. Einhver hluti þess verði að auki notaður til að niðurgreiða svonefnd S-merkt lyf enn frekar en nú er gert.