Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), reynir nú að fá lánadrottna Grikklands á Evrusvæðinu til þess að framlengja gjalddaga lánveitinga sinna til þjóðarinnar um rúmlega tuttugu ár - allt fram til ársins 2080.

Grikkir standa frammi fyrir miklum niðurskurðum á næstu misserum, en lánadrottnar gríska ríkisins hafa þrýst á að útgjöld ríkisins dragist verulega saman. AGS telur að veita eigi þjóðinni aukið ráðrými til að greiða niður lánin sín.

Þá ætti, að mati AGS, að framlengja gjalddaga vaxtagreiðslna- og höfuðstóls til ársins 2040 þannig að lánin stæðu yfir til ársins 2080 eða svo. Þá myndu árlegir vextir lánanna vera í kringum 1,5% að meðaltali.

Evrópskar ríkisstjórnir - með Þýskaland í fararbroddi - eru að öllum líkindum óhrifin af þessum tillögum AGS. Lánveitingar til Grikklands nema nú þegar 200 milljörðum Evra, og munu aukast um 60 til viðbótar á næstu misserum. Wall Street Journal greinir frá þessu.