Saksóknarar í Suður Kóreu vilja taka Samsung erfingjann og varaformann stjórnar fyrirtækisins, Lee Jae-yong, í gæsluvarðhald vegna aðildar Lee vegna aðildar í umfangsmiklu spillingarmáli sem nær alla leið til forseta landsins. Þessu greinir CNN frá.

Lee þarf að mæta í dómsal á miðvikudaginn næsta og þar verður ákveðið hvort að handtökuskipunin saksóknara sé gild. Ef að Lee verður handtekinn, þá myndi það valda straumhvörfum í Suður kóreskri fyrirtækjamenningu. Lee er sakaður um mútuþegni, fjárdrátt og meinsæri.

Málið varðar samruna tveggja Samsung dótturfyrirtækja sem styrkti undir stoðir Lee hjá fyrirtækinu. Hann er sonur stjórnarformanns og eins eigenda Samsung, og var áður en þetta mál kom upp, talinn líklegur til að taka við stjórn fyrirtækisins eftir fráfall föður síns.

Fyrirtækið hefur verið sakað um að veita góðgerðasamtökum sem rekin voru af Choi Soon-sil, sem er einhvers konar andlegur leiðtogi og góð vinkona forsetans, dágóðar summur í staðinn fyrir pólitíska greiða. Til að mynda þá er talið líklegt að framlögin hafi verið greidd til þess að ríkisstjórnin myndi samþykkja umdeildan samruna sem Samsung stóð fyrir.