*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 17. janúar 2018 08:34

Vill fella niður gjöld á Herinn

Borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins segir eitt verða yfir öll trúfélög að ganga í lóðamálum.

Ritstjórn
Kjartan Magnússon er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Haraldur Guðjónsson

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og einn frambjóðenda í leiðtogaprófkjöri flokksins hefur lagt fram tillögu um niðurfellingu lóðargjalda vegna nýbyggingar hjálparmiðstöðvar Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut á fundi borgarstjórnar. 

„Hjálpræðisherinn er trúfélag og hafa slík félög fengið slíkar lóðir án endurgjalds hjá Reykjavíkurborg, þ.á.m. trúfélag sem hefur fengið úthlutað næstu lóð við hliðina,“ segir Kjartan og vísar þar í lóð sem Félag múslima fékk til að byggja mosku sem verður áberandi þar í borgarlandinu.

Kjartan segir umræður um tillöguna standa nú yfir, en borgarstjórnarmeirihluti Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar undir forystu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra hefur sagt að Félag múslima fái lóð sína án endurgjalds en sama muni ekki gilda um lóð Hjálpræðishersins.

Hér eftir fer tillaga Kjartans í heild sinni:

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að í ljósi starfsemi þeirrar sem Hjálpræðisherinn stendur fyrir og hefur staðið fyrir í Reykjavík í rúma öld verði samtökin undanþegin gatnagerðargjaldi og byggingarréttargjaldi vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74.