*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 29. mars 2014 13:01

Vinnslan flutt vegna breyttra rekstrarskilyrða

Fiskvinnsla Vísis hf. verður flutt til Grindavíkur vegna breyttra aðstæðna á markaði en framvæmdastjóri fyrirtæksins segir að rekstrarskilyrði í bolfiskvinnslu hafi breyst.

Ritstjórn
Grindavík.
Aðsend mynd

Rekstrarskilyrði í bolfiskvinnslu hafa breyst og kaupendur gera meiri kröfur um ferskleika, skjóta afgreiðslu og sveigjanleika.  Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., segir í viðtali við RÚV, að vegna þessara breyttu aðstæðna hafi verið ákveðið að flytja alla fiskvinnslu til Grindavíkur.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hyggst Vísir loka fiskvinnslum sínum á Húsavík, Þingeyri og Djúpavogi en í heildina starfa um 150 manns í vinnslunni á þessum þremur stöðum. Fólkinu hefur öllu verið boðin vinna í Grindavík vilji það flytja.

„Til að hafa sveigjanleikann eins og markaðurinn vill að hann sé, þá þurfum við að hafa þetta á sama stað. Þannig að við getum verið í fersku, söltu, léttsöltuðu, og öllum þeim framleiðslulínum sem markaðurinn óskar af okkur." Segir Pétur í samtali við RÚV.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim