*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 19. júlí 2016 10:16

Vonbrigði með Yahoo

Áfram tap á rekstri Yahoo og lítið virðist ganga að selja út leitarvéla og auglýsingastarfssemi fyrirtækisins.

Ritstjórn

Bandaríska netfyrirtækið Yahoo tapaði 440 milljónum dala á öðrum ársfjórðungi ársins, og áfram bólar ekkert á að fyrirtækinu takist að selja leitar- og auglýsingastarfssemi sína.

Tilkynnti fyrirtækið um 60 milljón Bandaríkjadala tekjuaukningu á ársfjórðungnum sem komu helst til vegna kjarnastarfsemi hennar, þó einnig hafi símþjónustutekjurnar aukist úr 252 milljón dölum í 378 milljón dali.

Fyrrum netrisar til sölu

Framtíð Yahoo hefur verið ótrygg í þónokkur ár, en miklar vangaveltur hafa verið um hvort takist að selja fyrirtækið eða hluta af því.

Eru þær væntingar hluta til byggðar á hvað Verizon, símafyrirtækið geri, en það keypti nýlega AOL, sem líkt og Yahoo var áður einnig risi á netmörkuðum.

Fækkaði starfsfólki um 15%

Hafa verðhugmyndir rokkað frá 5 uppí 8 milljarða Bandaríkjadala. Hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu um 0,6% í 37,95 dali hlutinn, sem færir andvirði fyrirtækisins upp í 35,8 milljarða dala. En stór hluti af því verðmæti er vegna hlutar Yahoo í netversluninni Alibaba.

Áfram liggur verkefni fyrirtækisins fyrst og fremst í því að reyna að auka tekjur og draga úr kostnaði, en í febrúar fækkaði það starfsfólki sínu um 15%. Jafnframt vöknuðu áhyggjur í síðustu viku á því hve verðmæt einkaleyfi fyrirtækisins væru.

Stikkorð: Yahoo AOL Alibaba Verizon netrisi
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim