Wise, sem er einn af söluaðilum á bókhaldskerfinu Dynamics NAV á Íslandi, hefur verið útnefnt í Microsoft Dynamics President‘s Club 2016 í fjórða sinn í sögu fyrirtækisins. Kemur þetta fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Tilkynnt var um viðurkenninguna á árlegri ráðstefnu samstarfsaðila Microsoft (Microsoft Worldwide Partner Conference) sem haldin var í Toronto í Kanada í júlí. Í Í tilkynningunni segir að í Microsoft Dynamics President‘s Club séu þeir samstarfsaðilar Microsoft Dynamics sem eru í efstu fimm prósentunum. Aðildin er veitt fyrir stöðuga viðleitni til að mæta þörfum viðskiptavina með lausnum og þjónustu sem hentar þeim.

Í tilkynningunni er haft eftir Jóni Heiðari Pálssyni, sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs Wise, að árangurinn komi til vegna lausna sem fyrirtækið sé að bjóða í skýinu í dag.