*

mánudagur, 25. mars 2019
Innlent 12. febrúar 2018 11:57

WOW tekur nýja vél í notkun

Flugvélin er af gerðinni Airbus A321ceo og ber heitið TF-CAT en hún er átjánda vél félagsins.

Ritstjórn
Nýja vél WOW air, TF-CAT.
Aðsend mynd

Fyrsta vélin af sjö sem bætast við flota WOW air í ár er kominn til landsins. WOW tók á móti glænýrri Airbus A321ceo síðastliðinn laugardag.

Flugvélin kemur úr verksmiðju Airbus í Hamborg og verður strax notuð í áætlunarflug félagsins. Vélin ber heitið TF-CAT og er nefnd til heiðurs fjölskyldukettinum. Í vélinni eru 208 sæti og þar af átta svokölluð „Big Seat“ sem eru breiðari sæti með meira sætabili.

Hún er búin auka eldsneytistönkum og hentar því vel í flug til Norður-Ameríku.

Þetta er átjánda vél WOW air en fyrir lok árs 2018 mun floti félagsins samanstanda af 24 nýjum Airbus flugvélum.

„Við tökum spennt á móti þessari nýju viðbót í flota WOW air. Það er ánægjulegt að geta boðið farþegum okkar upp á að fljúga í glænýrri flugvél á jafn góðum kjörum og raun ber vitni,“ er haft eftir Skúla Mogensen stofnanda og forstjóra WOW air í tilkynningu.